

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Víkingur vann Bröndby 3-0 í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fyrri leik liðanna á Íslandi í sumar.
Stuðningsmenn Bröndby voru hins vegar vægast sagt ósáttir við úrslit leiksins og gengu berserksgang í Víkinni.
„Enda varð allt vitlaust, Danirnir brutu allt og brömluðu eftir leik,“ sagði Kristján.
„Var það kannski bara augnablik ársins þegar stuðningsmenn Bröndby veltu kamarnum?“ grínaðist Helgi.
„Já, menn voru pirraðir,“ sagði Kristján þá og hló.
Því miður vann Bröndby seinni leikinn í Kaupmannahöfn 4-0. „Þar gerði Sölvi stærstu mistök sín í sumar, með því að hafa Ingvar ekki í markinu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Meira
Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum