

Manchester United er víst tilbúið að hlusta á tilboð í miðjumanninn Kobbie Mainoo í janúarglugganum.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en félagið hafði engan áhuga á að selja Englendinginn í sumarglugganum.
Samkvæmt sömu heimildum hefur staða Mainoo innan liðsins breyst á undanförnum vikum og er félagið nú opnara fyrir viðræðum ef rétt tilboð berst.
United metur hann þó enn sem einn af efnilegustu leikmönnum sínum og myndi aðeins íhuga sölu fyrir rétta upphæð.
Nokkur stór félög á meginlandi Evrópu fylgjast grannt með stöðu hans en hann er sjálfur talinn vilja komast annað í næsta glugga.
England spilar á HM næsta sumar og gerir leikmaðurinn sé vonir um að verða valinn í lokahópinn.