fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi ungstirni úr ensku úrvalsdeildinni lést í hræðilegu bílslysi á hraðbraut þegar hann var á leið heim eftir leik. Atvikið gerðist í gær.

Ethan McLeod, sem hafði leikið með akademíu Wolverhampton Wanderers áður en hann skrifaði undir hjá Macclesfield FC, lést þegar hvítur Mercedes-bíll hans lenti á vegriði. McLeod var aðeins 21 árs gamall og var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins á M1-hraðbrautinni nærri Northampton.

Macclesfield FC staðfesti andlátið í hjartnæmri tilkynningu í dag. Þar kom fram að Ethan hefði verið á heimleið eftir 2-1 sigur liðsins á Bedford Town þegar slysið varð.

„Með sorg í hjarta og óraunverulegri tilfinningu staðfestir Macclesfield FC fráfall 21 árs sóknarmannsins Ethan McLeod,“ sagði félagið.

„Hann var afar hæfileikaríkur og vel liðinn leikmaður sem átti allt lífið fram undan. Persónuleiki hans og jákvæðni snerti alla sem kynntust honum.“

McLeod var tíu ár í akademíu Wolves og lék einnig á láni hjá Alvechurch. Eftir brottför frá Molineux spilaði hann með Rushall Olympic og Stourbridge áður en hann gekk til liðs við Macclesfield í júlí á þessu ári.

Norðurakrein M1 var lokuð í yfir átta klukkustundir eftir slysið sem varð klukkan 22:40 á þriðjudagskvöld. Lögreglan í Northamptonshire leitar nú vitna að slysinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt annað hljóð í Maresca

Allt annað hljóð í Maresca
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Í gær

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Í gær

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna