
Carlos Baleba hefur opnað sig um áhuga Manchester United á sér í sumar.
Miðjumaðurinn var frábær með Brighton á síðustu leiktíð og er talið að hann hafi viljað fara til United í sumar.
Hann fékk þó ekki skiptin og hefur í kjölfarið ekki staðið sig sérstaklega með Brighton.
„Ég held ekki að þetta hafi haft áhrif á mig en það var mikil pressa á mér,“ segir Baleba.
„Mig langar að standa mig eins og á síðustu leiktíð og ég vinn hart að mér alla daga til að komast aftur í fyrra form.“