fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 18:00

Megan Rapinoe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Megan Rapinoe fyrrum landsliðskona Bandaríkjanna hefur gagnrýnt slagorð bandaríska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Heimsmeistaramótið 2026.

Fyrrverandi landsliðsstjarnan tók sérstaklega fyrir nýtt slagorð liðsins, „Never Chase Reality“, og sagði það bera neikvæð skilaboð um getu liðsins.

Rapinoe ræddi málið í nýlegum þætti hlaðvarps síns, A Touch More, sem hún stýrir ásamt eiginkonu sinni Sue Bird og íþróttafréttakonunni Katie Nolan.

„Þetta er slagorð liðsins inn í HM og ég hugsaði strax, strákar, þetta þýðir ekki það sem þið haldið,“
sagði Rapinoe.

„Mér fannst þetta nánast segja að liðið telji sig ekki vera nógu gott. Af hverju ekki bara að halda sig við ‘Dream big’?“

Slagorðið var kynnt samhliða 90 sekúndna kynningarmynd, sem leikarinn Marcello Hernandez las inn á. Hann hefur varið merkingu setningarinnar og sagði að hún ætti að tákna að hunsa líkur og þora að láta sig dreyma stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám