
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands segir að rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich verði að greiða nú þegar til fórnarlamba stríðsins í Úkraínu eða mæta fyrir dómstóla.
Abramovich, sem er fyrrum eigandi Chelsea, lofaði árið 2022 að fé af sölu félagsins myndi nýtast fórnarlömbum innrásar Rússa í Úkraínu. Eftir að hann var settur á refsislista breskra stjórnvalda hefur peningurinn verið frystur í banka í Bretlandi.
Í ræðu í neðri deild breska þingsins voru skilaboð Starmer skýr. „Tíminn líður. Virðið loforðið sem þið gáfuð og greiðið nú, og ef ekki, þá erum við tilbúin að fara fyrir dómstóla og tryggja að hvert einasta pund nái til þeirra ólöglegt stríð Pútíns hefur bitnað á.“
Fjármálaráðuneytið staðfesti að samkvæmt leyfinu verði peningurinn að renna til mannúðarsjónarmiða í Úkraínu og má ekki nýtast Abramovich eða öðrum einstaklingum sem eru á refsislista.