fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

433
Laugardaginn 13. desember 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður með meiru, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Mohamed Salah hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að hann hraunaði yfir Arne Slot og Liverpool eftir bekkjarsetu þrjá leiki í röð. Hann var í kjölfarið settur utan hóps í Meistaradeildarleik gegn Inter.

„Þetta slær mann eins og það sé verið að koma af stað einhverri atburðarás sem leiðir til þess að hann losi sig og fari í einhvern risasamning í Mið-Austurlöndum. Ég held að menn átti sig ekki á hvað það yrði stórt ef eitthvað félag þar nær í hann, það yrði að mörgu leyti stærra eða á pari við Ronaldo í Sádí,“ sagði Stefán meðal annars um málið, en Salah hefur lengi verið orðaður við Sádí.

„Ég á rosalega bágt með að sjá að Mo Salah, kominn á sinn aldur og augljóslega farinn að fara aðeins niður brekkuna aftur, að hann sjái fyrir sér sem eitthvað end-game í þessu leikriti að stjórinn verði rekinn og hann fái nýjan. Ég kaupi það ekki.“

Helgi spurði hvort ekki mætti fullyrða að Salah þoldi mótlæti illa. Hann reifst við Jurgen Klopp eitt sinn er hann tók hann út af í leik.

„Hann er ekkert sérstaklega taktískur og ekki vanur því að þurfa að nota mikla diplómasíu til að koma sínu áfram og halda sínu nafni á lofti. Svo virðist hreinlega vera að ef hann á ekki skap við sína yfirmenn þá fer allt til fjandans. En maður er auðvitað bara að reyna að lesa í eitthvað sem maður sér úr fjarska,“ sagði Stefán þá.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok