

Framherjinn Victor Edvardsen hjá Go Ahead Eagles hefur verið sektaður af félaginu eftir að hafa sýnt „algerlega óásættanlega“ hegðun gagnvart Angelo Stiller, leikmanni Stuttgart, í Evrópudeildinni í síðustu viku.
Stiller, landsliðsmaður Þýskalands, átti frábæran leik í 4-0 útisigri Stuttgart, en leikurinn tók ófagra stefnu þegar Edvardsen, sem kom inn á á 71. mínútu, gerði niðrandi bendingu og athugasemd um útlit Stillers, sem fæddist með klofna vör. Þá er Stiller einnig með stórt nefn sem Edvardsen setti út á.
Sænski framherjinn fékk gult spjald aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á og vakti gjörningurinn reiði Stillers, sem félagar hans þurftu að halda aftur af.
Hegðun Edvardsens var harðlega gagnrýnd, meðal annars af Wesley Sneijder, fyrrverandi leikmanni, sem kallaði athæfið „algjörlega óásættanlegt“.
Go Ahead Eagles tilkynntu á föstudag að Edvardsen hefði verið sektaður um 500 evrur (um 439 pund), sem rennur til félagsins til samfélagsverkefna.
Edvardsen baðst afsökunar í yfirlýsingu félagsins og sagðist iðrast hegðunar sinnar.