fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 10:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Tottenham létu óánægju sína í ljós gagnvart þjálfaranum Thomas Frank þegar hann tók Xavi Simons af velli í heimaleik gegn Manchester United en skiptingin borgaði sig innan fimm mínútna.

Tottenham hafði átt í erfiðleikum með að skapa færi og var undir 0-1 á lokamínútum leiksins, viku eftir slaka frammistöðu og tap gegn Chelsea á heimavelli.

Frank ákvað að gera tvöfalda skiptingu á 79. mínútu þar sem Xavi Simons og João Palhinha fóru af velli og Mathys Tel og Rodrigo Bentancur komu inn.

Skipting Simons, sem kostaði félagið 52 milljónir punda í sumar, var tekið illa af áhorfendum sem svöruðu með ópum og bauli.

Tel svaraði þó trausti þjálfarans strax og jafnaði leikinn innan fimm mínútna. Frakkinn tók við fyrirgjöf frá Destiny Udogie, sneri vel í teignum og skoraði framhjá Senne Lammens, og fékk þar með stuðningsmennina til að þagna.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið