
Cristiano Ronaldo viðurkennir að það sé eitt sem honum líkar alls ekki vel við í Sádi-Arabíu, umferðina.
Ronaldo, sem er einn sá besti í sögunni, leikur nú með Al-Nassr og kveðst almenn glaður í landinu, fjölskyldunnar og hans vegna. Það er þó ekki allt fullkomið.
„Ég keyri ekki mikið í Sádi-Arabíu því við æfum alltaf síðdegis og ég fer yfirleitt með bílstjóra. Umferðin er hræðileg! En þegar ég er á leið heim er hún fín,“ sagði Ronaldo við Piers Morgan.
Portúgalinn bætti þó við að hann hefði nýlega ekið sjálfur í fyrsta sinn í sex mánuði. Það var á BMW-bíl sem Al-Nassr skaffar leikmönnum sínum.