

Declan Rice útskýrði fagnt sitt í 2-0 sigri Arsenal gegn Burnley á laugardag og tileinkaði hann þvó látinni frænku sinni, Bev.
Rice skoraði annað mark Arsenal á 35. mínútu með öflugum skalla og fagnaði með því að krjúpa og benda höndum sínum til himins.
Eftir leik útskýrði hann að um væri að ræða virðingarvott til frænku sinnar sem lést skömmu fyrir leik liðsins gegn Fulham.

„Frænka mín lést fyrir Fulham-leikinn,“ sagði Rice.
„Ég elskaði hana innilega. Hún ferðaðist hvert sem er til að fylgjast með mér, alltaf með mömmu minni. Ég veit að hún er að horfa niður til mín, þetta mark var fyrir hana.“
Rice hefur verið einn besti leikmaður Arsenal á tímabilinu og sýndi í leiknum gegn Burnley enn einu sinni hvers vegna hann er lykilmaður í liði Mikel Arteta.