
Það eru enn allar líkur á að Zinedine Zidane verði næsti landsliðsþjálfari Frakklands.
Didier Deschamps er að hætta með franska liðið eftir frábæran árangur að loknu HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar.
Zidane hefur hingað til aðeins stýrt Real Madrid á þjálfaraferlinum, og það með stórkostlegum árangri, en fær nú tækifæri til að stýra þjóð sinni eftir næsta sumar.
Zidane vill þó ekki skrifa undir eða tilkynna neitt sem stendur. Vill hann leyfa Deschamps að klára sitt starf í friði, eftir því sem fram kemur í helstu miðlum í dag.