

Manchester United hafnaði því að fá Romeo Lavia í skiptum þegar félagið ákvað að selja Alejandro Garnacho til Chelsea í sumar, að því er ESPN greinir frá.
United seldi Garnacho fyrir 40 milljónir punda í ágúst eftir að kantmaðurinn fór í stríð við Ruben Amorim. Chelsea var hins vegar tilbúið að láta Lavia fara í kaupunum og lækka greiðsluna, en United hafnaði þeirri hugmynd.

Samkvæmt fréttinni óttuðust United forráðamenn að meiðslasaga Lavia, 21 árs, væri of áhættusöm þrátt fyrir að félagið hafi verið að leita að miðjumanni í sumar.
Á endanum hefur Bruno Fernandes verið færður aftar á völlinn, þar sem hann hefur myndað miðju með Casemiro.
Tími Lavia hjá Chelsea hefur litast af stöðugum meiðslum og hefur hann lítið komið við sögu síðan hann kom til Stamford Bridge. United taldi því ekki að leikmaðurinn væri örugg lausn á vandamálum liðsins á miðjunni.