fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

433
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 21:30

Umberto Catanzaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski knattspyrnumaðurinn Umberto Catanzaro lést á mánudagsmorgun, aðeins 23 ára gamall, af völdum meiðsla sem hann hlaut eftir að hafa verið skotinn í Napólí þann 15. september. Catanzaro var skotinn fyrir mistök í hefndaraðgerð sem tengdist leka á kynlífsmyndbandi, að því er ítalskir fjölmiðlar greina frá.

Árásin var skipulögð af glæpaleiðtoga sem var æfur yfir því að kærasti dóttur hans, 17 ára piltur, hefði lekið myndbandi af henni. Leiðtoginn mætti í spænska hverfið í Napólí á stolinni skellinöðru ásamt 16 ára syni sínum og öðrum félaga.

Þegar þeir fundu 17 ára piltinn í bílnum skaut sonurinn tvisvar en hitti ekki. Í staðinn hæfðu skotin Catanzaro, sem sat í sama bíl og hafði enga aðkomu að deilunni.

Catanzaro náði að flýja að heimili tengdaföður síns sem flutti hann strax á Pellegrini-sjúkrahúsið. Þar var hann í gjörgæslu í um tvo mánuði áður en hann lést.

Lögreglan hefur handtekið fimm einstaklinga vegna árásarinnar, þar á meðal unga konu og tvo ólögráða einstaklinga.

Catanzaro hafði leikið í neðri deildum Ítalíu og getið sér gott orð, sér í lagi utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Í gær

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Í gær

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli