fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Cucurella kann að tefla á tæpasta vað innan vallar og utan hans líka. Spænski varnarmaðurinn, sem hefur þegar fengið fjögur gul spjöld á tímabilinu, virðist nú hafa lagt sig í hættu á að pirra lífsförunaut sinn með óvæntri færslu á samfélagsmiðlum.

Cucurella gekk til liðs við Chelsea frá Brighton sumarið 2022 fyrir 62 milljónir punda og hefur verið mikilvægur bæði fyrir Lundúnaliðið og spænska landsliðið, sem hefur tryggt sér sæti á HM 2026.

En nú gæti kærastan Claudia Rodríguez átt nóg með að halda ró sinni eftir skilaboð varnarmannsins á Instagram á afmælisdegi þeirra.

Hann skrifaði: „Los ocho años más largos de mi vida“, eða „Lengstu átta ár lífs míns“ í lauslegri þýðingu og bætti við hláturemoji, sem margir túlkuðu sem húmor á kostnað sambandsins.

Cucurella og Claudia eiga þrjú börn saman: Mateo, Rio og Claudia. Eldri sonur þeirra, Mateo, greindist með einhverfu skömmu eftir að fjölskyldan flutti til London í kjölfar stóru félagaskiptanna.

Parið talaði opinskátt um tilfinningalegt álag og áskoranir fjölskyldunnar í Married to the Game á Amazon Prime, þar sem þau lýstu bæði erfiðleikum og samhentni í gegnum breytingar síðustu ára.

Chelsea-menn vona nú að læti utan vallar komi ekki niður á formi varnarmannsins þegar tímabilið heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Doku gagnrýnir samherja sína og þjálfara sinn

Doku gagnrýnir samherja sína og þjálfara sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag