fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola flutti ástríðufulla ræðu um átökin á Gaza í viðtali á spænsku útvarpi á mánudag og sagði að heimurinn hefði yfirgefið palestínsku þjóðina.

Stjóri Manchester City hefur áður tjáð sig opinskátt um alþjóðamál og lét ekki sitt eftir liggja þegar hann ræddi málið við RAC1. „Í hvert skipti sem ég ímynda mér hvað er að gerast hjá fólkinu í Palestínu, þá finn ég að heimurinn hefur skilið það eftir eitt,“ sagði hann.

„Börn, foreldrar og afar og ömmur sem fæddust þar bera ekki ábyrgð. Við höfum í mjög langan tíma leyft eyðingu heillar þjóðar. Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Guardiola sagði að sér fyndist óskiljanlegt að nokkur maður gæti varið þær hörmungar sem fjölmiðlar sýna daglega. Hann nefndi að vinir hans, bæði gyðingar og Ísraelar, hefðu sömu viðbrögð við myndunum.

Hann gagnrýndi jafnframt alþjóðlega leiðtoga og ákvarðanatöku þeirra: „Ég hef litla trú á leiðtogum í dag. Ef lausnin er ekki vopnahlé eða viðleitni til sátta, heldur aðeins vald og ofbeldi, þá er ljóst hvor aðilinn hefur yfirburðavopn.“

Guardiola ræddi málið í tengslum við góðgerðarlandsleik ACT x Palestine, þar sem Katalónía og Palestína mætast á Lluis Companys-leikvanginum í Barcelona í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Í gær

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Í gær

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár