fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Doku gagnrýnir samherja sína og þjálfara sinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. nóvember 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Doku var afar gagnrýninn á belgíska landsliðið eftir 1-1 jafntefli gegn Kasakstan á laugardag, en heimamenn höfðu engu að keppa í undankeppni HM.

Belgía hefði með sigri tryggt sér farseðil á HM næsta sumar en þarf nú að ná úrslitum gegn Liechtenstein á þriðjudag til að festa sætið í hendur sér.

Leikurinn hófst á versta hugsanlega hátt fyrir Doku, Leandro Trossard og félaga, þegar Dastan Satpaev refsaði fyrir slæma vörn og kom Kasakstan í 1-0 snemma leiks. Hans Vanaken jafnaði síðar, en liðið undir stjórn Rudi Garcia náði ekki að kreista fram sigur, þrátt fyrir að Kasakstan spilaði manni færri.

Doku lét í sér heyra eftir leik og sagðist ekki sáttur við frammistöðuna. Hann benti á að Belgía hefði misst of mörg stig á keppninni vegna slæmrar spilamennsku og að skortur á lykilmönnum eins og Kevin De Bruyne, Romelu Lukaku og Thibaut Courtois væri engin afsökun.

„Við höfum þegar misst of mörg stig. Við höfum ekki verið nógu góðir. Allir þurfa að bæta sig. þjálfarinn, ég, allir,“ sagði hann.

„Ef við þurfum Kevin, Romelu og Thibaut til að vinna Kasakstan, þá eigum við ekki erindi á HM.“

Hann viðurkenndi jafnframt að Belgía hefði vanmetið andstæðinginn: „Við héldum að þeir myndu spila langar sendingar, en þeir fóru að spila fótbolta. Kannski greindum við þá ekki nógu vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga