fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ross Barkley hefur opnað sig um ákvörðun sína að hætta að drekka áfengi eftir að hafa átt í vandræðum með áfengisneyslu á ýmsum stigum ferils síns.

31 árs miðjumaðurinn hefur endurfæðst á ferlinum hjá Aston Villa undir stjórn Unai Emery, en segir að hann hafi lært af mistökum fortíðarinnar.

Í viðtali við The Athletic útskýrði hann að síðasta sumar hafi hann ákveðið að verða algjörlega bindindismaður.

„Ég hef ekki drukkið síðan í sumar,“ sagði Barkley.

„Það hefur skapað aðstæður sem ég vil ekki upplifa aftur. Áfengi getur skapað vandamál fyrir flesta, það hef ég lært. Án þess er hugurinn skýrari og maður lendir ekki í vandræðum. Það hefur fullt af kostum.“

Barkley sagði að fæðing barns hans í desember í fyrra hafi haft áhrif á ákvörðunina, auk þess sem hann áttiði sig á að leikferillinn væri ekki eilífur.

Á árum sínum hjá Everton og Chelsea komst hann oft í fréttir vegna atvika tengdum áfeng, meðal annars eftir að hafa brotið samkomutakmarkanir á afmælisveislu sinni og vegna rifrildis við dyravörð á hóteli í London árið 2021.

Hann sást einnig drekka í fríi í Dubai árið 2019 á meðan hann var meiddur.

Barkley rifjaði upp að Frank Lampard, þáverandi stjóri Chelsea, hafi ráðlagt honum að læra af þessu og velja betur hvenær hann leyfði sér að skemmta sér og refsað honum síðar með því að láta hann sitja á varamannabekknum í útileik í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“