fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot var bersýnilega reiður þegar mark Virgil van Dijk var dæmt af í leik Liverpool gegn Manchester City á Etihad.

Van Dijk virtist hafa jafnað með glæsilegum skalla eftir horn, en fagnaðarlætin voru stöðvuð þegar línuvörður lyfti flögginu seint.

Andy Robertson var dæmdur rangstæður og talinn hafa truflað Gianluigi Donnarumma, þrátt fyrir að virðast hvorki skyggja á né hafa áhrif á markvörðinn.

VAR staðfesti ákvörðunina, og í yfirlýsingu var sagt að Robertson hefði gert augljósa aðgerð fyrir framan markvörðinn. Liverpool-menn skildu lítið.

Gary Neville var ósammála því að dæma markið af. „Robertson er vinstra megin og ekki í sjónlínu markvarðarins. Donnarumma hefði aldrei náð þessu skoti. Slot hefur fulla ástæðu til að vera reiður.“

Wayne Rooney var sammála orðum Neville. „Markið átti að standa. Robertson truflaði ekkert fyrir Donnarumma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið