

Arne Slot var bersýnilega reiður þegar mark Virgil van Dijk var dæmt af í leik Liverpool gegn Manchester City á Etihad.
Van Dijk virtist hafa jafnað með glæsilegum skalla eftir horn, en fagnaðarlætin voru stöðvuð þegar línuvörður lyfti flögginu seint.
Andy Robertson var dæmdur rangstæður og talinn hafa truflað Gianluigi Donnarumma, þrátt fyrir að virðast hvorki skyggja á né hafa áhrif á markvörðinn.
VAR staðfesti ákvörðunina, og í yfirlýsingu var sagt að Robertson hefði gert augljósa aðgerð fyrir framan markvörðinn. Liverpool-menn skildu lítið.
Gary Neville var ósammála því að dæma markið af. „Robertson er vinstra megin og ekki í sjónlínu markvarðarins. Donnarumma hefði aldrei náð þessu skoti. Slot hefur fulla ástæðu til að vera reiður.“
Wayne Rooney var sammála orðum Neville. „Markið átti að standa. Robertson truflaði ekkert fyrir Donnarumma.“