

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir hverja helgi og þrátt fyrir jafntefli Arsenal um helgina er liðið enn líklegt til að vinna deildina.
Manchester City og Liverpool munu ná öðru og þriðja sætinu ef Ofurtölvan er að stokka spilin rétt.
Chelsea tekur fjórða sætið og Manchester United mun ná fimmta sætinu. Það sæti gefur líklega sæti í Meistaradeildinni.
Nýliðar Leeds og Burnley munu falla ásamt Wolves sem hafa ekkert getað á þessu tímabili.
Svona endar deildin ef Ofurtölvan er að stokka spilin rétt.
