

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni.
Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Heimir Guðjónsson hjólaði í Arnar Svein Geirsson, fyrrum leikmann Vals, harðan stuðningsmann liðsins og í dag sparkspeking.
Arnar tjáir sig mikið um Val og hefur verið gagnrýninn á gengi liðsins. Í viðtali við Chess After Dark á dögunum sagði Heimir að Arnar ætti einfaldlega að grjóthalda kjafti.
„Heimir hefur beðið eftir þessu tækifæri í einhvern tíma. Hann hefur geymt þetta í hillunni og séð tækifærið, nú er hann kominn til Bjarna í Árbæinn, í Lengjudeildina,“ sagði Elvar, en þess má geta að Heimir stýrði Val frá 2020 til 2022.
„Heimir stúderar fjölmiðla og nýtir þá. Það er allt útpælt sem þessi gæi segir þegar hann kemur í fjölmiðla,“ sagði Elvar enn fremur.
Þátturinn í heild er í spilaranum.