

Jamie Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool eftir að Trent Alexander-Arnold fékk fjandsamlega móttöku í sínum fyrsta leik á Anfield síðan hann fór frá félaginu síðastliðið sumar.
Alexander-Arnold, 27 ára, gekk í raðir Real Madrid í maí á sex ára samningi eftir að hafa hafnað því að framlengja við Liverpool, sem þýddi að félagið fékk aðeins um 10 milljónir punda fyrir hann.
Mörgum stuðningsmönnum fannst hann svíkja félagið þar sem hann hafði ítrekað talað um ást sína á Liverpool og drauminn um að vera þar leiðtogi.
Fyrir leikinn í gær var veggmynd hans við Sybil Road máluð með orðunum „adios el rata” sem þýðir „bless rotta“ á spænsku. Peter Schmeichel kallaði viðbrögðin„ógeðfelld og taldi að Trent ætti að fá hetjulegar móttökur eftir 20 ár hjá félaginu.
Carragher var ósammála því og sagði á CBS: „Stuðningsmenn ákveða sjálfir hvernig þeir bregðast við. Trent talaði árum saman eins og hann væri einn af þeim, strákur úr Liverpool sem ætlaði að vera hér alla ævi. Ef það hefði verið satt, þá ferðu ekki frítt til Real Madrid þegar liðið þitt er nýbúið að vinna deildina,“ sagði Carragher.
Carragher sagði að mörgum stuðningsmönnum finnist þeir hafa verið blekktir, sérstaklega þar sem Trent þagði um framtíð sína á meðan Salah og Van Dijk lýstu vilja til að vera áfram.
“They feel they have been hoodwinked a little bit by Trent.”@Carra23 on fans’ reception to Trent Alexander-Arnold returning to Anfield 🗣️ pic.twitter.com/X7X3zsUGRO
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) November 4, 2025