fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jobe Bellingham gæti gripið til róttækra aðgerða vegna stöðu sinnar hjá Borussia Dortmund, samkvæmt fréttum í Þýskalandi.

Bellingham gekk til liðs við Dortmund frá Sunderland í sumar fyrir um 31 milljón punda eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Þessi 20 ára gamli miðjumaður sýndi góð tilþrif á Heimsmeistaramóti félagsliða, en hefur síðan átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabilsins í Þýskalandi.

Hann hefur ekki skorað né lagt upp mark í sex leikjum í deildinni og hefur aðeins spilað 167 mínútur á tímabilinu. Yfirleitt hefur hann komið inn af bekknum og aldrei spilað heilan leik.

Faðir hans, Mark Bellingham, hefur þegar rætt við íþróttastjórann Sebastian Kehl um stöðu sonarins.

Samkvæmt blaðamanninum Sacha Tavolieri er Bellingham farinn að íhuga framtíð sína og telur sig aðeins fá tækifæri þegar aðrir leikmenn eru meiddir. Stjórinn Niko Kovac hefur valið að treysta frekar á reyndari miðjumenn í byrjunarliði sínu.

Bellingham er samningsbundinn Dortmund til ársins 2029 og því þyrfti annað félag að greiða háa upphæð eða ná samkomulagi um lán, jafnvel með kaupskyldu.

Frankfurt og RB Leipzig höfðu áður sýnt leikmanninum áhuga og enska úrvalsdeildin gæti einnig verið mögulegur áfangastaður. Manchester United og Crystal Palace fylgdust með honum áður en hann valdi Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt