

Odsonne Édouard framherji Lens gagnrýnir Ruud van Nistelrooy harðlega og segir að hollenski þjálfarinn hafi staflað hindrunum fyrir sig á meðan þeir störfuðu saman hjá Leicester á síðasta tímabili.
Franski framherjinn, 27 ára, gekk til liðs við Leicester á láni frá Crystal Palace í von um að fá meira leik og sjálfstraust. Fyrst undir stjórn Steve Cooper fékk hann þó afar takmarkaðar mínútur og spilaði aðeins 24 mínútur í deildinni fram í lok nóvember.
Þegar Van Nistelrooy tók við sem þjálfari virtist tækifæri fyrir Édouard að stíga fram, en sú von brást hratt. Eftir að hafa komið inn á í aðeins tvær mínútur gegn Manchester United, fyrrum liði Van Nistelrooy, sást hann ekki aftur á vellinum það sem eftir var tímabilsins og var aðeins einu sinni í leikmannahópi.
Í viðtali við L’Équipe sagði Édouard að hegðun og stjórnun Van Nistelrooy hafi verið meginástæðan. „Að vera frábær framherji þýðir ekki endilega að þú sért frábær þjálfari,“ sagði hann.
„Ég gafst ekki upp. Eftir æfingar vann ég meira með einkaþjálfaranum mínum. En ég var samt útilokaður.“
„Í Leicester hafði þetta áhrif á mig. Ég hef ekki raunhæfar skýringar. Í byrjun fékk ég smá tíma hjá Steve Cooper, en svo gekk það ekkert með Van Nistelrooy. Ég náði ekki sambandi við hann. Ég var í raun lokaður út í sjö mánuði án þess að fá að spila.“