fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Rodgers segir upp hjá Celtic – Gömul hetja tekur óvænt við til bráðabirgða

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. október 2025 22:02

Brendan Rodgers / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Celtic staðfesti í kvöld að Brendan Rodgers hafi sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri félagsins. Celtic hefur samþykkt afsögnina og mun Rodgers yfirgefa félagið strax.

Celtic er átta stigum frá toppi deildarinnar og pressan hefur verið að aukast á Rodgers í starfi.

Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að það vilji þakka Rodgers fyrir hans framlag á tveimur mjög farsælum tímabilum hjá félaginu.

„Brendan skilur við Celtic með okkar þökkum fyrir störf sín og það hlutverk sem hann hefur gegnt á tímum mikilla velgengni. Við óskum honum velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í tilkynningu félagsins.

Rodgers hefur stýrt Celtic í tveimur lotum, fyrst frá 2016 til 2019 og aftur frá 2023. Hann vann fjölmarga titla með félaginu, þar á meðal deildarmeistaratitla og bikara, og átti stóran þátt í að styrkja stöðu Celtic í skoska boltanum.

Celtic greindi jafnframt frá því að leit að nýjum knattspyrnustjóra sé þegar hafin og að stuðningsmenn verði upplýstir um framhaldið eins fljótt og auðið er.

Á meðan á millibilsástandinu stendur munu fyrrverandi stjóri liðsins, Martin O’Neill, og fyrrverandi leikmaðurinn Shaun Maloney taka við stjórn liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur horfir til Íslandsmeistaranna

Valur horfir til Íslandsmeistaranna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“