fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Eftir hneyksli í barnaafmæli vakti klæðnaður hennar aftur mikla undrun – Sjáðu myndirnar

433
Mánudaginn 27. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diletta Leotta, þekkt sjónvarpskona DAZN og einn helsti kynnir Serie A-deildarinnar, vakti mikla athygli um helgina fyrir fataval sitt í Fuoriclasse-þættinum á Ítalíu.

Leotta, sem er í sambandi við markvörðinn Loris Karius, hefur lengi verið ein vinsælasta íþróttafréttakona Ítalíu, en nýjustu myndir sem hún deildi á Instagram leiddu til umtalsverðrar umræðu meðal áhorfenda.

Leotta birti ljósmyndir bæði úr stúdíóinu og úr útsendingunni þar sem hún var klædd í þröngan, svartan kjól. Margir fylgjendur hennar hrósuðu henni fyrir útlit og fagmennsku og lýstu henni sem stórkostlegri og fallegri.

Hins vegar var einnig ákveðinn hópur á meðal athugasemda sem gagnrýndi klæðavalið. Sumir töldu að kjóllinn væri óþarflega opinn og spurðu hvort slíkt útlit samræmdist starfi íþróttafréttamanns. Annar gagnrýnandi velti fyrir sér hvort útlit hennar skyggði á fagmennsku hennar.

Diletta hefur áður brugðist við slíkum umræðum og sagt að hún vilji bæði sýna persónulegan stíl og ræða knattspyrnu af alvöru. Hún hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og fór strax aftur í vinnuna eftir þáttinn, þar sem hún sinnir áfram stærstu leikjum Serie A.

Fyrr í ár vakti útlit Leotta athygli en þá mætti hún léttklædd í afmæli hjá barninu sína. Meira um það hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona