fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. október 2025 17:10

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan náði að halda í Evrópusætið í lokaumferð Bestu deildar karla í mögnuðu 2-3 tapi gegn Breiðablik í dag.

Benedikt Waren kom Stjörnunni yfir gegn gangi leiksins á tólftu mínútu en Anton Logi Lúðvíksson jafnaði fyrir gestina.

Örvar Eggertsson skoraði svo aftur fyrir Stjörnuna og staðan 2-1 í hálfleik.

Breiðablik var betra liðið stærstan hluta leiksins og skoraði Höskuldur Gunnlaugsson tvö mörk til að koma Blikum yfir.

Blikar reyndu að sækja fjórða markið sem liðið þurfti til að komast yfir Stjörnuna á markatölu, Höskuldur komst nálægt því en ekki nógu nálægt.

Stjarnan fer því í Evrópu á næsta ári og enda í þriðja sæti deildarinnar en Breiðablik endar í fjórða sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði