

Stjarnan náði að halda í Evrópusætið í lokaumferð Bestu deildar karla í mögnuðu 2-3 tapi gegn Breiðablik í dag.
Benedikt Waren kom Stjörnunni yfir gegn gangi leiksins á tólftu mínútu en Anton Logi Lúðvíksson jafnaði fyrir gestina.
Örvar Eggertsson skoraði svo aftur fyrir Stjörnuna og staðan 2-1 í hálfleik.
Breiðablik var betra liðið stærstan hluta leiksins og skoraði Höskuldur Gunnlaugsson tvö mörk til að koma Blikum yfir.
Blikar reyndu að sækja fjórða markið sem liðið þurfti til að komast yfir Stjörnuna á markatölu, Höskuldur komst nálægt því en ekki nógu nálægt.
Stjarnan fer því í Evrópu á næsta ári og enda í þriðja sæti deildarinnar en Breiðablik endar í fjórða sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.