

Jadon Sancho átti mjög erfiðan dag þegar Aston Villa vann Manchester City á sunnudaginn, þar sem hann var bæði settur inn á og tekinn af velli aftur af Unai Emery.
SAncho hefur enn ekki byrjað deildarleik með Villa og sat á bekknum á ný gegn City. Hann kom þó inn á eftir 29 mínútur þegar Emiliano Buendía meiddist og fékk að spila í sinni uppáhalds stöðu á vinstri kanti.
Sancho náði þó lítið að hafa áhrif á leikinn. Nær eina markverða kjörstaða hans kom rétt eftir hálfleik þegar hann náði skoti á Gigi Donnarumma úr góðu færi.
Á 74. mínútu hafði Emery séð nóg og tók Englendinginn af velli, rúmum 45 mínútum eftir að hann kom inn á. Ross Barkley kom í hans stað og Sancho sýndi greinilega gremju sína á leiðinni út.
Hann hafnaði fyrst Barkley í „high-five“ og tók svo ekki í hönd Emery þegar þjálfarinn reyndi að hughreysta hann við hliðarlínuna.
Þrátt fyrir vonbrigði Sancho tryggði Aston Villa sér mikilvægan sigur. Matty Cash skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og Villa hélt út gegn sterku City-liði.
Frammistaða og viðbrögð Sancho munu án efa auka umræðuna um stöðu hans og framtíð hjá Villa.