

Scott McTominay gæti verið á leiðinni aftur til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa átt erfitt með lífið utan vallar á Ítalíu, samkvæmt fréttum á Englandi.
Skotinn 28 ára gekk til liðs við Napoli frá Manchester United síðasta sumar og átti stórkostlegt fyrsta tímabil. Hann skoraði 12 mörk af miðjunni, hjálpaði liðinu að vinna ítalska meistaratitilinn og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu.
McTominay endaði einnig í 18. sæti í Ballon d’Or kosningunni.
Á þessu tímabili hefur hann skorað þrjú mörk til viðbótar, en Napoli hefur átt í meiri vandræðum og situr í 3. sæti Serie A, tveimur stigum á eftir AC Milan.
Samkvæmt heimildarmanni enskra hefur lífið utan vallar þó reynst erfiðara en hann bjóst við. „Scott elskar margt við Ítalíu og fyrstu mánuðirnir voru stórkostlegir,“ sagði heimildarmaðurinn.
„En ákefð stuðningsmannanna getur bæði verið blessun og bölvun. Hann er nánast talinn guð í borginni og það þýðir að hann á erfitt með að gera einföldustu hluti þegar hann er ekki á æfingu. Athyglin getur verið kafandi.“
Flest helstu lið í úrvalsdeildinni fylgjast með stöðu hans og mögulegt er að McTominay snúi aftur til Englands næsta sumar ef hann ákveður að leita rólegra umhverfis.