

Fyrrum framherji Leeds United, Patrick Bamford, hefur sést á æfingasvæði Coventry City og gæti verið á leiðinni í félagið en hann er án félags.
Bamford, 32 ára, hefur verið atvinnulaus síðan í sumar þegar samningur hans við Leeds var rift með samkomulagi beggja aðila eftir erfið tímabil, meiðsli og takmarkaðan spilatíma.
Framherjinn var á dögunum orðaður við spænska félagið Getafe, en sá samningur rann út í sandinn. Sheffield United hafði einnig sýnt áhuga, en ekkert varð úr þar heldur.
Bamford á einn landsleik fyrir enska landsliðið, eftir að hafa verið kallaður inn í hópinn fyrir landsleiki í undankeppni HM 2022 undir stjórn Gareth Southgate. Hann byrjaði leikinn gegn Andorra og spilaði 62 mínútu.
Samkvæmt blaðamanninum Mike McGrath hjá Telegraph hefur Bamford nú verið staðfestur á æfingasvæði Coventry, C’Ft ball Training Centre, þar sem hann er sagður æfa með liðinu undir handleiðslu þjálfarans Frank Lampard.
Stuðningsmenn Coventry hafa tekið fréttunum með varfærinni bjartsýni, þar sem Bamford hefur áður sýnt að hann getur verið frábær á góðum degi.