fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. október 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu er Ange Postecoglou meðal þeirra sem Juventus skoðar sem mögulegan nýjan stjóra liðsins.

Postecoglou var nýverið rekinn frá Nottingham Forest eftir einungis 39 daga í starfi. Á þeim tíma tókst Ástralanum ekki að vinna leik með Forest, sem hann tók við í síðasta mánuði.

Áður hafði hann stýrt Tottenham til sigurs í Evrópudeildinni á síðasta tímabili, en missti starfið eftir að liðið endaði í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Postecoglou er sagður á fimm manna lista Juventus til að taka við af Igor Tudor, sem er undir mikilli pressu eftir dapra byrjun á tímabilinu. Juve hefur ekki unnið leik síðan í 4-3 sigri á Inter 13. september og liðið hefur ekki enn sigrað í Meistaradeildinni.

Aðrir sem eru sagðir á listanum eru Roberto Mancini, Raffaele Palladino, Luciano Spalletti og Edin Terzic.

Postecoglou hefur einnig verið orðaður við Celtic. Hann stýrði skoska liðinu á árunum 2021–2023 og vann fimm titla, þar á meðal tvo Skotlandsmeistaratitla.

Brendan Rodgers er núverandi stjóri Celtic, sem er fimm stigum á eftir toppliði Hearts í skosku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona