fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. október 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins segir það vera eins og að ganga í gegnum skilnað þegar leikmaður fer frá félagi eftir langan tíma.

Umræðan spratt upp í hlaðvarpinu Dr. Football þegar rætt var um mál Vals og Sigurðar Egils Lárussonar.

Sigurður er á förum frá Val, hann vildi vera áfram en fær ekki nýjan samning. Nokkur læti hafa verið í kringum þá ákvörðun Vals og hvernig að henni var staðið.

„Ég veit ekkert um þetta mál nema maður það sem maður les, ég held að félagið muni heiðra leikmann sem hefur verið í 13 ár hjá þeim. Hann á virðingu skilið,“ sagði Eiður í Dr. Football hlaðvarpinu.

Eiður segir þetta vera eins og að ganga í gegnum skilnað. „Þetta er ákveðinn skilnaður, leikmaður vill vera áfram. Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan? Þarftu að fá hana, útkoman er alltaf sú sama.“

Eiður rifjaði upp þegar hann fór frá Chelsea sumarið 2006, hann vissi þá að sinn tími þar væri á enda.

„Ég vissi það, þá var ég búin að eiga spjallið við Mourinho. Eins og maður les í þetta, þjálfari Vals virðist ekki vera inni í ákvörðunartöku fyrir næsta tímabil enda virðast þeir vera að taka nýjan þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te