Josko Gvardiol, varnarmaður Manchester City, hefur opinberað að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta sem unglingur hjá Dinamo Zagreb.
Í viðtali við BBC segir þessi 23 ára gamli Króati að hann hafi misst áhugann á leiknum þegar hann fékk lítið að spila og hugleitt að snúa sér að körfubolta.
„Ég var ekki viss um hvort fótbolti væri fyrir mig lengur. Ég fann enga gleði á æfingasvæðinu og flestir vinir mínir voru í körfubolta,“ segir hann.
Gvardiol hélt þó áfram, náði inn í aðallið Zagreb og vann tvo meistaratitla áður en hann fór til RB Leipzig árið 2020 fyrir 16 milljónir punda.
Síðan þá hefur ferill hans tekið mikið stökk. Hann gekk til liðs við Manchester City sumarið 2023 fyrir 77 milljónir punda, sem gerir hann að næstdýrasta varnarmanni sögunnar á eftir Harry Maguire.