fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Aðalsteinn Jóhann hætti á Húsavík í gær en mætti í nýtt starf á Akureyri í kvöld

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Þórs/KA hefur komist að samkomulagi við Húsvíkinginn Aðalstein Jóhann Friðriksson um að taka við starfi aðalþjálfara meistaraflokks félagsins og feta þannig í fótspor annars Húsvíkings og nafna, Jóhanns Kristins Gunnarssonar, sem hefur látið af störfum eins og fram hefur komið í fréttum.

Þegar Þór/KA stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að leita þyrfti að nýjum þjálfara var strax haft samband við Aðalstein Jóhann og gengu viðræður við hann hratt og vel fyrir sig.

Hann sýndi starfinu strax mikinn áhuga en tók sér nokkurra daga umhugsunarfrest. Eftir að hann ákvað að þiggja starfið gengu samningar fljótt og vel fyrir sig. Samningur Þórs/KA og Aðalsteins Jóhanns er til þriggja ára.

Aðalsteinn Jóhann kveðst gríðarlega spenntur fyrir því að takast á við nýja áskorun og hlakkar til að hitta stelpurnar. „Ég tel mig vera að taka við góðu búi af forvera mínum og hlakka mikið til að byrja að vinna með liðinu. Það verða alltaf einhverjar breytingar milli ára og eins þegar nýr þjálfari tekur við skútunni. En ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði skemmtilegt og gjöfult nýtt samband,“ segir hann, spurður um nýja starfið og leikmannahópinn sem hann tekur við.

En hvað varð til þess að hann ákvað að taka stökkið, yfirgefa uppeldisfélagið og takast á við þetta verkefni? „Mér hefur hefur alltaf fundist heillandi ára yfir Þór/KA. Stelpurnar eru metnaðarfullar og hafa búið til gott æfingaumhverfi sem verður gaman að stíga inn í og spennandi að vera þátttakandi í því starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“