fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United sitja á toppi í óhefðbundinni tölfræði sem það lið sem spilar flestar langar sendingar í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Eftir 2-1 sigur United á Liverpool á sunnudag kvartaði Arne Slot, stjóri Liverpool, yfir leikstíl andstæðinganna og sagði þá hafa treyst of mikið á langar sendingar fram völlinn. Þótt það hafi hljómað eins og afsökun eftir tap, virðist hann hafa haft nokkuð til síns máls.

„Ef mér hefði verið sagt fyrir leik að við myndum skapa jafn mörg færi gegn liði sem spilar svona djúpt og með svona margar langar sendingar, hefði ég ekki átt von á að við myndum tapa,“ sagði Slot.

„Við fengum nóg af færum til að skora fleiri mörk, en aftur fáum við á okkur tvö, þar af eitt eftir fast leikatriði.“

Samkvæmt Opta hefur Manchester United framkvæmt 466 langar sendingar á þessu tímabili. fleiri en nokkurt annað lið í deildinni.

Lið Ruben Amorim er þar með rétt fyrir ofan Wolves (464) og langt á undan liðunum Liverpool (366), Arsenal (350) og Manchester City (307), sem er neðst í þessum flokki.

Guardiola og hans menn eru þekktir fyrir stuttspil og halda í boltann, en Amorim hefur ekki falið hvernig hann vill spila.

„Við höfum leikmenn með mikinn kraft fram á við,“ sagði hann fyrir leikinn gegn Liverpool og tölfræðin sýnir að United spilar einmitt í takt við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“