Manchester United sitja á toppi í óhefðbundinni tölfræði sem það lið sem spilar flestar langar sendingar í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Eftir 2-1 sigur United á Liverpool á sunnudag kvartaði Arne Slot, stjóri Liverpool, yfir leikstíl andstæðinganna og sagði þá hafa treyst of mikið á langar sendingar fram völlinn. Þótt það hafi hljómað eins og afsökun eftir tap, virðist hann hafa haft nokkuð til síns máls.
„Ef mér hefði verið sagt fyrir leik að við myndum skapa jafn mörg færi gegn liði sem spilar svona djúpt og með svona margar langar sendingar, hefði ég ekki átt von á að við myndum tapa,“ sagði Slot.
„Við fengum nóg af færum til að skora fleiri mörk, en aftur fáum við á okkur tvö, þar af eitt eftir fast leikatriði.“
Samkvæmt Opta hefur Manchester United framkvæmt 466 langar sendingar á þessu tímabili. fleiri en nokkurt annað lið í deildinni.
Lið Ruben Amorim er þar með rétt fyrir ofan Wolves (464) og langt á undan liðunum Liverpool (366), Arsenal (350) og Manchester City (307), sem er neðst í þessum flokki.
Guardiola og hans menn eru þekktir fyrir stuttspil og halda í boltann, en Amorim hefur ekki falið hvernig hann vill spila.
„Við höfum leikmenn með mikinn kraft fram á við,“ sagði hann fyrir leikinn gegn Liverpool og tölfræðin sýnir að United spilar einmitt í takt við það.