fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

433
Sunnudaginn 19. október 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum knattspyrnukona og þjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is.

Ásgerður, sem lék í fjölda ára í efstu deild með frábærum árangri, telur tíma til kominn á smá naflaskoðun í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Vill hún til að mynda fjölga liðum í Bestu deildinni, en þau eru tíu í dag.

„Ég myndi vilja fjölga í tólf lið í deildinni, spýta aðeins í. Við þurfum að skoða starfið kvennamegin yfirhöfuð,“ sagði Ásgerður og útskýrði sitt mál nánar.

„Það er langt síðan íslenskt lið hefur gert eitthvað í Meistaradeildinni, sem dæmi. Við þurfum að skoða getustigið hérna, hvort leikmenn sem eru að fara út séu að fara á betra getustig. Félögin, formennirnir og KSÍ gætu alveg tekið vinnufund um hvað er að gerast kvennamegin í fótboltanum því það eru hvergi betri sóknartækifæri á að sækja peninga en í því.“

Ásgerður telur enn fremur að við séum að horfa á þjóðirnar í kringum okkur taka stærri skref en við er kemur að kvennaknattspyrnu.

„Mér finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu, umgjörð um leiki, umfjöllun, markaðssetningu. Það eru allavega tækifæri til að gera betur á mjög mörgum stöðum.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus