fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

433
Sunnudaginn 19. október 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrrum knattspyrnukona og þjálfari, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is.

Ásgerður, sem lék í fjölda ára í efstu deild með frábærum árangri, telur tíma til kominn á smá naflaskoðun í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Vill hún til að mynda fjölga liðum í Bestu deildinni, en þau eru tíu í dag.

„Ég myndi vilja fjölga í tólf lið í deildinni, spýta aðeins í. Við þurfum að skoða starfið kvennamegin yfirhöfuð,“ sagði Ásgerður og útskýrði sitt mál nánar.

„Það er langt síðan íslenskt lið hefur gert eitthvað í Meistaradeildinni, sem dæmi. Við þurfum að skoða getustigið hérna, hvort leikmenn sem eru að fara út séu að fara á betra getustig. Félögin, formennirnir og KSÍ gætu alveg tekið vinnufund um hvað er að gerast kvennamegin í fótboltanum því það eru hvergi betri sóknartækifæri á að sækja peninga en í því.“

Ásgerður telur enn fremur að við séum að horfa á þjóðirnar í kringum okkur taka stærri skref en við er kemur að kvennaknattspyrnu.

„Mér finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu, umgjörð um leiki, umfjöllun, markaðssetningu. Það eru allavega tækifæri til að gera betur á mjög mörgum stöðum.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar