fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 18. október 2025 07:30

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkur ár af fallslag, bæði í Danmörku og Belgíu, tók Freyr Alexandersson skrefið til Noregs í vetur og tók við stórliði Brann. Það hefur gengið vel í Bergen og segir Freyr hafa verið mikilvægt fyrir sinn feril að fara þangað.

„Þetta var það sem ég vildi. Ég tók við Lyngby í 1. deild í Danmörku og það var svipað, en fyrir það var það örugglega með kvennalið Vals (2008-2010) sem ég gat einbeitt mér að þessu hlutum,“ sagði Freyr í Íþróttavikunni á 433.is.

„Ég hafði virkilegan áhuga á að vera í félagi sem spilaði sóknarsinnaðan fótbolta og hafði getu og vilja til að berjast um toppsætin heima fyrir, klúbb sem gæti spilað í Evrópu og Brann er það allt.“

Freyr er nú með lið í toppbaráttu í Noregi og er kominn með einn sigur í tveimur leikjum í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Hann er þó afar þakklátur er hann horfir til baka á tímann með danska liðinu Lyngby og Kortrijk í Belgíu.

„Ég vil samt segja að bæði í Kortrijk og Lyngby var mjög gaman að glíma við það sem við vorum að gera. En núna var tímapunktur þar sem ég vildi sem þjálfari þróa þetta meira, ég veit ekki hversu mörg símtöl ég fékk áður en ég tók við Brann og mér boðið að koma og slökkva einhverja elda.

Ég fann það að ef ég finndi ekki starf yrði ég bara sá þjálfari sem kæmi alltaf inn til að slökkva elda. En nú er ég búinn að komast í þetta umhverfi aftur, sýna fram á að liðið mitt spilar virkilega flottan fótbolta leikmennirnir okkar eru að þróast í mjög góða átt. Ég þurfti á því að halda sem þjálfari og á þessum tímapunkti sem manneskja.“

Ítarlegt viðtal við Frey er í spilaranum og hefst það þegar þátturinn er um það bil hálfnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Í gær

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann