„Ég spilaði alltaf „commando“ í gamla daga,“ sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings í Brennslunni á FM957, aðspurður hvort hann hafi haft einhverja hjátrú sem leikmaður á sínum tíma.
Sölvi gerði Víking að Íslandsmeistara á sinni fyrstu leiktíð sem aðalþjálfari á dögunum og ræddi við Brennsluna að því tilefni.
Sölvi átti flottan leikmannaferil, til að mynda í Danmörku og Svíþjóð en fór hann einnig til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Hann ræddi nærbuxnaleysið nánar.
„Þangað til að við fórum að spila í Royal League, vetrarkeppninni í Skandinavíu, og spilaði í mínus fimmtán nærbuxnalaus og ég geri það ekki aftur,“ sagði hann.
Viðtalið í heild er hér.