fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson hefur opnað sig um erfiðasta tímabil ferilsins eftir að hann yfirgaf Liverpool sumarið 2023.

Henderson, sem er 35 ára gamall, hefur átt gott tímabil með Brentford en viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að aðlagast lífinu fyrst um sinn eftir 12 ár á Anfield.

„Það var virkilega erfitt þegar ég fór frá Liverpool. Ég var þar svo lengi, þetta var mitt líf. Þegar það hvarf allt á einni sekúndu, þá féll ég í tómarúm. Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool,“ segir Henderson.

Henderson, sem gæti spilað sinn 86. landsleik fyrir England gegn Wales á fimmtudag, gekk til liðs við Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í júlí 2023. Voru honum boðin svimandi há laun en viðurkennir hann nú að það hafi verið mistök, sér í lagi þar sem hann var til að mynda ötull talsmaður hinsegin samfélagsins á Englandi.

„Í raun var þetta erfitt tímabil. Ég gerði það sem mér fannst rétt á þeim tíma, en í dag myndi ég líklega velja öðruvísi,“ sagði hann.

„Ég vildi hjálpa innan frá, en það gekk ekki eins og ég hélt. Að lokum fannst mér rétt að koma aftur til Evrópu og spila fyrir Ajax, sem ég naut mjög vel.“

Eftir stutt stopp í Hollandi sneri Henderson aftur í enska boltann í sumar þegar hann gekk til liðs við Brentford.

„Síðustu ár hafa verið krefjandi, en ég hef lært mikið um sjálfan mig. Ég er ekki fullkominn og hef gert mistök, en ég hef alltaf reynt að gera það sem er rétt og hjálpa fólkinu í kringum mig.

Það að vera kominn aftur í ensku úrvalsdeildina hefur gefið mér orku. Ég nýt þess að spila vikulega og vil halda áfram að keppa á hæsta stigi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngri leikmenn United látnir dúsa í skúr á bílaplaninu næstu mánuði

Yngri leikmenn United látnir dúsa í skúr á bílaplaninu næstu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var rekinn fyrir skoðanir sínar og er reiður yfir því að sömu reglur gildi ekki í dag

Var rekinn fyrir skoðanir sínar og er reiður yfir því að sömu reglur gildi ekki í dag
433Sport
Í gær

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar
433Sport
Í gær

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar