fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Er að fá algjörlega nóg hjá United og leitar leiða til að komast burt í janúar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Joshua Zirkzee hjá Manchester United er í mikilli óvissu, en samkvæmt enskum miðlum er framherjinn tilbúinn að yfirgefa félagið í janúar ef hann fær ekki fleiri tækifæri undir stjórn Ruben Amorim.

Zirkzee, sem er 24 ára, hefur ekki byrjað leik fyrir United á tímabilinu og hefur verið utan landsliðshóps Hollands hjá Ronald Koeman vegna skorts á spiltíma. Framherjinn, sem kom frá Bologna sumarið 2024 fyrir 43 milljónir punda, vill tryggja sér fast sæti í byrjunarliði til að eiga möguleika á að komast í landsliðshópinn fyrir HM næsta sumar.

Zirkzee lék 49 leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð, þar af 32 í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði þrjú mörk í deildinni áður en hann meiddist gegn Newcastle í apríl.
Síðan þá hefur hann aðeins komið inn á sem varamaður í þremur deildarleikjum og fékk ekki einu sinni byrjunarliðssæti gegn Grimsby í deildarbikarnum.

Nýju mennirnir Benjamin Sesko, Bryan Mbeumo og Matheus Cunha eru allir á undan honum í goggunarröðinni en Zirkzee er sagður skilja illa af hverju hann fær ekki traustið lengur.

United ákvað að halda honum í sumar þrátt fyrir áhuga frá Napoli, sem fékk Rasmus Hojlund á láni í staðinn. Einnig höfðu Juventus og PSV Eindhoven sýnt áhuga.

Samkvæmt ítölskum fréttum gæti Como í Serie A reynt að fá Zirkzee í janúar ef staða hans á Old Trafford lagast ekki. Juventus fylgist einnig grannt með framvindu mála.

Zirkzee er samningsbundinn Manchester United til ársins 2029, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange

Þetta er draumur Forest sem stjóri – Fundað í vikunni um framtíð Ange
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yngri leikmenn United látnir dúsa í skúr á bílaplaninu næstu mánuði

Yngri leikmenn United látnir dúsa í skúr á bílaplaninu næstu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt

Telur að Amorim verði rekinn og bendir á þennan tímapunkt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var rekinn fyrir skoðanir sínar og er reiður yfir því að sömu reglur gildi ekki í dag

Var rekinn fyrir skoðanir sínar og er reiður yfir því að sömu reglur gildi ekki í dag
433Sport
Í gær

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar

Þetta eru fórnirnar sem Sölvi bað Víkinga um að færa til að verða Íslandsmeistarar
433Sport
Í gær

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar

Lykilmaður á bak við tjöldin hjá United segir upp – Sá um að semja við næsta Neymar