fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Mögulegir mótherjar ensku liðanna í Meistaradeildinni – Martraðarleið Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 09:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu kláraðist í gær og verður dregið í umspilið á morgun.

Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í sætum 9-24 fara í umspil um sæti þar.

Þar á meðal er Manchester City, sem þarf að komast í gegnum Real Madrid eða Bayern Munchen í umspilinu til að fara í 16-liða úrslitin.

Vinni Englandsmeistararnir það einvígi bíður þeirra einnig krefjandi verkefni í 16-liða úrslitum, gegn Atletico Madrid eða Bayer Leverkusen.

Arsenal, Aston Villa og Liverpool flugu öll beint inn í 16-liða úrslitin. Fyrstnefnda liðið mætir AC Milan, Feyenoord, PSV eða Juventus í 16-liða úrslitunum.

Villa mætir Dortmund, Atalanta, Club Brugge eða Sporting og Liverpool mætir PSG, Benfica, Monaco eða Brest.

Mögulegir mótherjar ensku liðanna í 16-liða úrslitum
Liverpool – Paris Saint-Germain, Benfica, Monaco, Brest
Arsenal – AC Milan, PSV, Feyenoord, Juventus
Aston Villa – Dortmund, Atalanta, Club Brugge, Sporting
Manchester City – Atletico Madrid, Bayer Leverkusen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar