fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
433Sport

Mitrovic til Vestmannaeyja

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 13:12

Mynd: ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn í raðir nýliða ÍBV í Bestu deild karla, en félagið staðfesti þetta í dag.

Mitrovic er miðvörður sem verður 24 ára gamall á morgun. Kemur hann frá FK Indjija í serbnesku B-deildinni.

Tilkynning ÍBV
Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn til liðs við ÍBV. Hann kemur til ÍBV frá serbneska liðinu FK Indjija, þar sem hann hefur leikið síðustu 18 mánuði, í næst efstu deild. Jovan verður 24 ára á morgun, 25. janúar.

Hann hefur leikið stórt hlutverk með liðinu á tímabilinu en hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið 14. desember, hann lék 1780 af 1800 mínútum liðsins á leiktíðinni og var fyrirliði liðsins í 8 af 20 leikjum.

Jovan kemur til með að styrkja lið ÍBV fyrir átökin í Bestu deildinni en hún hefst í byrjun apríl á leik gegn Víkingi Reykjavík. Þorlákur Árnason, þjálfari, hafði þetta að segja um leikmanninn:

„Jovan er stór og sterkur miðvörður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið fyrirliði í liði sínu í Serbíu undanfarin ár. Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum leikmanni.“
Knattspyrnuráð ÍBV býður Jovan velkominn til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guðmundur einlægur: „Ég átti bara erfitt með að horfa í augun á konunni minni á þessum tíma því mér leið eins og ég væri bara búinn að skemma framtíðina okkar“

Guðmundur einlægur: „Ég átti bara erfitt með að horfa í augun á konunni minni á þessum tíma því mér leið eins og ég væri bara búinn að skemma framtíðina okkar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carrick: „Einn leikur gerir þig ekki að frábæru liði“

Carrick: „Einn leikur gerir þig ekki að frábæru liði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hár verðmiði fælir United og fleiri félög frá

Hár verðmiði fælir United og fleiri félög frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tvö stór nöfn efst á blaði í Sádí Arabíu fyrir sumarið

Tvö stór nöfn efst á blaði í Sádí Arabíu fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitar að biðjast afsökunar og bendir á dæmi um frammistöður

Neitar að biðjast afsökunar og bendir á dæmi um frammistöður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk baunar yfir blaðamann – Taldi hann ekki bera virðingu fyrir Arne Slot

Van Dijk baunar yfir blaðamann – Taldi hann ekki bera virðingu fyrir Arne Slot