fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mitrovic til Vestmannaeyja

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 13:12

Mynd: ÍBV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn í raðir nýliða ÍBV í Bestu deild karla, en félagið staðfesti þetta í dag.

Mitrovic er miðvörður sem verður 24 ára gamall á morgun. Kemur hann frá FK Indjija í serbnesku B-deildinni.

Tilkynning ÍBV
Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn til liðs við ÍBV. Hann kemur til ÍBV frá serbneska liðinu FK Indjija, þar sem hann hefur leikið síðustu 18 mánuði, í næst efstu deild. Jovan verður 24 ára á morgun, 25. janúar.

Hann hefur leikið stórt hlutverk með liðinu á tímabilinu en hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið 14. desember, hann lék 1780 af 1800 mínútum liðsins á leiktíðinni og var fyrirliði liðsins í 8 af 20 leikjum.

Jovan kemur til með að styrkja lið ÍBV fyrir átökin í Bestu deildinni en hún hefst í byrjun apríl á leik gegn Víkingi Reykjavík. Þorlákur Árnason, þjálfari, hafði þetta að segja um leikmanninn:

„Jovan er stór og sterkur miðvörður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið fyrirliði í liði sínu í Serbíu undanfarin ár. Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum leikmanni.“
Knattspyrnuráð ÍBV býður Jovan velkominn til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona