Hinn afar umdeildi fyrrum knattspyrnumaður Joey Barton birti furðulega færslu á samfélagsmiðilinn X í gær. Tengdist hún bresku klámstjörnuni Bonnie Blue.
Það vakti mikla athygli á dögunum þegar sagt var frá því að Bonnie hefði slegið heimsmet með því að stunda kynlíf með 1.057 karlmönnum á aðeins tólf klukkustundum.
Barton vill sjá umhverfisaðgerðarsinnanna í samtökunum Just Stop Oil bregðast við athæfi Bonnie.
„Getiði spreyjað málningu yfir þesssa Bonnie Blue. Hún hleypti þúsund mönnum á sig fyrir efni á samfélagsmiðla. Þetta eru þúsund smokkar úr plasti og ýta þeir undir hlýnun jarðar,“ skrifar Barton meðal annars í færslu sinni.
Þetta skrifar hann í kjölfar þess að Just Stop Oil-liðar heltu olíu á leiði Charles Darwin í Westminister Abbey.
„Látið gröf Charlie Darwin í friði. Þetta eigið að spreyja á þessa skítugu tík,“ sagði Barton enn fremur.
Barton hefur undanfarin ár látið í ljós afar umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum, til að mynda kvenréttindum.