fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Víkingur kveður Arnar eftir sex frábær ár – ,,Óskum honum farsældar í nýju starfi“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 20:57

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins en þetta var staðfest í kvöld.

Það er KSÍ sem staðfestir fréttirnar en Arnar yfirgefur lið Víkings Reykjavíkur þar sem hann hefur náð frábærum árangri.

Arnar hefur lengi verið orðaður við starfið sem var laust eftir að samningur Age Hareide rann út í fyrra.

Arnar verður 52 ára gamall á þessu ári en hann var landsliðsmaður á sínum tíma og lék einnig í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórn KSÍ fundaði um málið í kvöld og kemur fram í tilkynningunni að sambandið bjóði hann velkominn til starfa.

Eftir frábæran árangur með Víkingum var Arnar kvaddur á heimasíðu liðsins í kvöld með meðfylgjandi skilaboðum.

Tilkynning Víkings:

Knattpyrnudeild Víkings hefur samþykkt kauptilboð KSÍ í Arnar Gunnlaugsson.

Arnar hefur verið við stjórnvölinn í Hamingjunni síðan seint árið 2018 þegar hann tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni. Á sínu fyrsta tímabili leiddi Arnar liðið til sigurs í Mjólkurbikarnum en það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Árið 2021 urðu Víkingar tvöfaldir meistarar (Íslands- og bikarmeistarar) í fyrsta skipti í sögu knattspyrnudeildar félagsins. Bikarmeistaratitill númer 3 kom svo árið 2022 og árið 2023 varð Víkingur aftur tvöfaldur meistari (Íslands- og bikarmeistarar).

Árangur liðsins í Evrópu fór stigvaxandi árin 2020-2023 en náði nýjum og áður óþekktum hæðum seint á síðasta ári. Það má með sanni segja að lið Víkings hafi skrifað söguna undanfarna mánuði en liðið var fyrst íslenskra liða til að vinna leik í deildarkeppni á vegum UEFA. Frammistaða liðsins tryggði þátttökurétt í umspili Sambandsdeildar Evrópu með 2 sigrum og 2 jafnteflum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Bikarmeistari 2019,2021,2022,2023
Íslandsmeistarar 2021, 2023
Meistarakeppni KSÍ 2022, 2024
24 liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu 2024/2025

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Arnari kærlega fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf og um leið óskum við honum farsældar í nýju starfi sem þjálfara A landsliðs Íslands.

Knattspyrnudeild Víkings mun tilkynna um ráðningu nýs aðalþjálfara á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi