fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433Sport

Potter tjáir sig eftir brottreksturinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. september 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter var í gær látinn fara frá West Ham United eftir aðeins átta mánuði við stjórnvölinn hjá félaginu. Nuno Espirito Santo er tekinn við af honum.

Potter, sem var ráðinn í janúar síðastliðinn, náði ekki að snúa gengi liðsins við. West Ham átti í erfiðleikum undir hans stjórn á síðari hluta síðustu leiktíðar og hefur liðið byrjað tímabilið afar illa.

Síðasti leikur Potter í brúnni var 2-1 tap gegn Crystal Palace á heimavelli um síðustu helgi. Hann brást við brottrekstrinum með yfirlýsingu.

„Ég er gríðarlega svekktur yfir að þurfa að yfirgefa West Ham án þess að ná því sem við ætluðum okkur í upphafi. Ég viðurkenni þó að úrslitin hafa einfaldlega ekki verið nógu góð.

Ég vil þakka stjórninni fyrir að gefa mér tækifærið, starfsfólkinu fyrir að taka mér vel, leikmönnunum fyrir vinnusemina og síðast en ekki síst stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn á erfiðum tímum. Ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fara í öryggisúttekt á mörgum stöðum eftir andlát vikunnar

Fara í öryggisúttekt á mörgum stöðum eftir andlát vikunnar
433Sport
Í gær

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
433Sport
Í gær

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum
433Sport
Í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær

Ungstirni kallað til æfinga hjá United – Lykilmaður sást ekki á æfingu í gær