fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Potter tjáir sig eftir brottreksturinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. september 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter var í gær látinn fara frá West Ham United eftir aðeins átta mánuði við stjórnvölinn hjá félaginu. Nuno Espirito Santo er tekinn við af honum.

Potter, sem var ráðinn í janúar síðastliðinn, náði ekki að snúa gengi liðsins við. West Ham átti í erfiðleikum undir hans stjórn á síðari hluta síðustu leiktíðar og hefur liðið byrjað tímabilið afar illa.

Síðasti leikur Potter í brúnni var 2-1 tap gegn Crystal Palace á heimavelli um síðustu helgi. Hann brást við brottrekstrinum með yfirlýsingu.

„Ég er gríðarlega svekktur yfir að þurfa að yfirgefa West Ham án þess að ná því sem við ætluðum okkur í upphafi. Ég viðurkenni þó að úrslitin hafa einfaldlega ekki verið nógu góð.

Ég vil þakka stjórninni fyrir að gefa mér tækifærið, starfsfólkinu fyrir að taka mér vel, leikmönnunum fyrir vinnusemina og síðast en ekki síst stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn á erfiðum tímum. Ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt