fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Hver er staðan á Pogba?

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. september 2025 08:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur enn ekki spilað leik fyrir nýja félagið sitt, Monaco, þrátt fyrir að hafa lokið leikbanni sínu í sumar.

Pogba, sem er 32 ára, fékk upphaflega fjögurra ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi vegna efnisins DHEA, sem stuðlar að aukinni framleiðslu hormóna í líkamanum. Bannið var þó stytt í 18 mánuði eftir árangursríka áfrýjun og samdi Pogba við Monaco í júní síðastliðnum.

Þrátt fyrir það hefur heimsmeistarinn frá 2018 ekki enn tekið þátt í leik á tímabilinu, sem er nú orðið nærri þriggja mánaða gamalt.

Thiago Scuro, framkvæmdastjóri Monaco, sagði í júlí að það þyrfti að gera ráð fyrir þriggja mánaða ferli til að koma Pogba í stand.

Adi Hutter, stjóri Monaco, staðfesti nú í vikunni að Pogba sé að nálgast leikform. „Þetta er ferli. Við höfum gefið okkur þrjá mánuði og hann er að færast nær hópnum. Hann er bæði líkamlega og andlega vel stemmdur,“ sagði Hütter.

Talið er að Pogba gæti spilað sinn fyrsta leik eftir landsleikjahléið í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær

Veðbankar segja Klopp líklegastan eftir enn eitt tapið í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu

Haaland kláraði Real Madrid – Arsenal í stuði í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt