Jose Mourinho, nýr stjóri portúgalska stórliðsins Benfica, útilokar að fá Karim Benzema til félagsins.
Benzema, sem er á mála hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu, var orðaður við Benfica eftir að Mourinho tók við, en þeir unnu auðvitað saman hjá Real Madrid.
„Hann verður áfram þar. Hann er ánægður, hefur unnið titla og þénar vel,“ segir Mourinho hins vegar.
„Þegar þú ferð frá efsta stigi fótboltans og til Sádí á þessum aldri held ég að markmiðið sé ekki að snúa aftur. Það er annað með unga leikmenn sem fara í 2-3 ár og koma aftur.“
Benzema er á sínu þriðja tímabili með Al-Ittihad, í kjölfar stórkostlegs tíma hjá Real Madrid.