fbpx
Föstudagur 26.september 2025
433Sport

Kalla eftir breytingum á reglum eftir að andlátið var staðfest í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn knattspyrnu víðsvegar hafa hafið undirskriftasöfnun þar sem krafist er þess að múr og steyptir veggir verði bannaðir við hlið knattspyrnuvalla, eftir að leikmaður lést af völdum alvarlegra meiðsla í leik í ensku neðrideildinni.

Billy Vigar, 21 árs gamall og fyrrum leikmaður í unglingaliði Arsenal, lést á fimmtudag eftir að hafa hlotið alvarlegan heilaskaða í leik með Chichester City síðastliðinn laugardag. Vigar var svæfður og fór í aðgerð, en læknar gátu ekki bjargað lífi hans.

Atvikið átti sér stað í útileik gegn Wingate & Finchley í Barnet í London. Völlur félagsins er þekktur fyrir að hafa múrvegg mjög nálægt hliðarlínu vallarins, og talið er að Vigar hafi rekist harkalega á vegginn eftir að hafa reynt að halda boltanum inn á vellinum.

Aðeins mánuði áður hafði hluti af veggur á vellinum hrunið bak við annað markið, og þá gagnrýndi formaður félagsins, Aron Sharpe, stuðningsmenn Dulwich Hamlet harðlega vegna hegðunar þeirra. Nú benda margir á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauðsfall Vigar.

Innan nokkurra klukkustunda frá því að Chichester City staðfesti andlát Vigars á samfélagsmiðlum á fimmtudagskvöld, höfðu yfir 1.000 manns skrifað undir undirskriftasöfnun á Change.org sem kallar eftir nýrri reglugerð, „Vigar’s Law“, sem myndi banna múrveggi og aðra harða, óhreyfanlega hluti í kringum knattspyrnuvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræddu alvarlega stöðu í Vesturbæ – „Aðrir þyrftu að skammast sín“

Ræddu alvarlega stöðu í Vesturbæ – „Aðrir þyrftu að skammast sín“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United kaupir gríðarlegt efni frá Kólumbíu

United kaupir gríðarlegt efni frá Kólumbíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher hjólar í Arteta og segir hann ekki í sambandi við raunveruleikann

Carragher hjólar í Arteta og segir hann ekki í sambandi við raunveruleikann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk unglingalandslið í eldlínunni næstu daga

Íslensk unglingalandslið í eldlínunni næstu daga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona ætlar United sér að fjármagna kaupin á Baleba

Svona ætlar United sér að fjármagna kaupin á Baleba
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bregst við fullyrðingum um meinta brjóstaaðgerð

Bregst við fullyrðingum um meinta brjóstaaðgerð
433Sport
Í gær

Risatíðindi úr herbúðum Arsenal

Risatíðindi úr herbúðum Arsenal
433Sport
Í gær

Segist viss um að röðin komi að Yamal einn daginn

Segist viss um að röðin komi að Yamal einn daginn