Stuðningsmenn knattspyrnu víðsvegar hafa hafið undirskriftasöfnun þar sem krafist er þess að múr og steyptir veggir verði bannaðir við hlið knattspyrnuvalla, eftir að leikmaður lést af völdum alvarlegra meiðsla í leik í ensku neðrideildinni.
Billy Vigar, 21 árs gamall og fyrrum leikmaður í unglingaliði Arsenal, lést á fimmtudag eftir að hafa hlotið alvarlegan heilaskaða í leik með Chichester City síðastliðinn laugardag. Vigar var svæfður og fór í aðgerð, en læknar gátu ekki bjargað lífi hans.
Atvikið átti sér stað í útileik gegn Wingate & Finchley í Barnet í London. Völlur félagsins er þekktur fyrir að hafa múrvegg mjög nálægt hliðarlínu vallarins, og talið er að Vigar hafi rekist harkalega á vegginn eftir að hafa reynt að halda boltanum inn á vellinum.
Aðeins mánuði áður hafði hluti af veggur á vellinum hrunið bak við annað markið, og þá gagnrýndi formaður félagsins, Aron Sharpe, stuðningsmenn Dulwich Hamlet harðlega vegna hegðunar þeirra. Nú benda margir á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauðsfall Vigar.
Innan nokkurra klukkustunda frá því að Chichester City staðfesti andlát Vigars á samfélagsmiðlum á fimmtudagskvöld, höfðu yfir 1.000 manns skrifað undir undirskriftasöfnun á Change.org sem kallar eftir nýrri reglugerð, „Vigar’s Law“, sem myndi banna múrveggi og aðra harða, óhreyfanlega hluti í kringum knattspyrnuvelli.