Fjárfestingahópur frá Bandaríkjunum hefur boðið 4,5 milljarð punda í Tottenham, yrði það stærsta sala í sögu fótboltans.
Eigendahópurinn vill borga ENIC og Lewis fjölskyldunni sem á félagið í dag 3,3 milljarða í reiðufé.
Hópurinn vill svo leggja til 1,2 milljarð punda í það að kaupa leikmenn og standa straum af kostnaði við það.
Hópurinn er leiddur af Brooklyn Earick sem er fjárfestir og fyrrum plötusnúður.
TOttenham hefur verið orðað við nokrka aðila sem hafa áhuga á að kaupa félagið. Ef salan færi í gegn yrði hún sú stærsta í sögu enska boltans, salan á Chelsea árið 2022 er sú stærsta í dag en kaupverðið var ögn minna en Tottenham færi á.