Sergio Busquets miðjumaður Inter Miami hefur staðfest að hann ætli að hætta í fótbolta þegar MLS tímabilið er á enda.
Hann er 37 ára gamall og var um langt skeið einn allra besti miðjumaður fótboltans.
Hann var hluti af Barcelona liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna í kringum 2010. Hann hefur verið síðustu ár í Bandaríkjunum.
Busquets ásamt Andreas Iniesta og Xavi mynduðu miðsvæði sem fáir áttu séns í.
Hann varð Heimsmeistari og Evrópumeistari með Spáni á ferli sínum auk þess að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina ítrekað með Barcelona.
Hann leggur nú skóna á hilluna en hann hefur í gegnum árin verið einn besti vinur Lionel Messi sem fékk hann með sér til Miami.